Rammasamningur um ræstingarvörur undirritaður

frett1[1]Ræstivörur aðilar af rammasamning við Ríkiskaup. Undirritaður hefur verið samningur í rammasamningakerfi Ríkiskaupa um sápur, hreinsiefni og áhöld við Ræstivörur. Það var Ríkiskaup fyrir hönd stofnana ríkisins sem eru aðilar að rammasamningakerfinu sem auglýsti eftir þátttakendum í útboði sem fram fór í sumar.

Óskað var eftir tilboðum í þrjá flokka af sápum, hreinsiefnum og áhöldum til þrifa. Ekki verður hægt að ábyrgjast hversu mikil viðskiptin verða en til þess að gefa hugmynd um umfang notkunar velti þessi rammasamningur árið 2003 u.þ.b 71 milljón króna.