Ræstivörur og Síon hafa sameinast

undirskrift[1]Ræstivörur ehf og Síon hafa sameinast undir nafninu Ræstivörur ehf. Starfsemin verður í húsnæði Ræstivara, Stangarhyl 4 í Reykjavík.

Síon ehf. var stofnað árið 1997 af hjónunum Hafsteini Vilhelmssyni og Helgu Unni Georgsdóttir. Síon ehf. hefur sérhæft sig í örtrefjamoppum og klútum sem og umhverfisvænum hreinsiefnum bæði fyrir fyrirtækja- og stofnanamarkað sem og heimili.

Helstu vöruflokkar Síon ehf. eru: örtrefjamoppur, sköft og moppufestingar, örtrefjaklútar, ræstivagnar, vottuð umverfisvæn hreinsiefni, ensím efni, ýmiskonar ræstingaáhöld og tæki.

Með þessum kaupum útvíkka Ræstivörur vöruúrval sitt og auka hagkvæmni í innkaupum í þeim tilgangi að veita núverandi og nýjum viðskiptavinum hagstæðari kjör og enn betri þjónustu en áður.

Á myndinni takast í hendur þeir Hafsteinn Vilhelmsson frá Síon og Garðar Svavarsson frá Ræstivörum eftir undirritun samningsins.