Ræstivörur nýr seljandi á RM

rm[1]Ræstivörur hefur bæst við hóp seljenda á Rafrænu markaðstorgi. Í vörulista Ræstivara á RM eru 321 vöruliðir í hreinlætisefnum, klútum, moppum og áhöldum til ræstinga.
Rafrænt markaðstorg er vettvangur fyrirtækja til að stunda rafræn viðskipti sín á milli. Leiðarljósið er að auka hagræðingu í viðskiptum og einfalda samskipti milli fyrirtækja.

Rafrænt markaðstorg leiðir saman kaupendur og seljendur.Kaupendur hafa aðgang að vörulistum seljenda og geta þannig pantað vöru og þjónustu á rafrænan hátt. Ávinningur af notkuninni er töluverður, m.a. lækkun kostnaðar vegna skilvirkra vinnuferils, markvissari innkaupastýringar og bættrar yfirsýnar yfir viðskipti.