Heildarlausn í umhverfisvottuðum hreinlætisvörum

eldhusrullur[1]

Nú bjóða Ræstivörur heildarlausn í umhverfisvottuðum hreinlætisvörum. Með heildarlausn er átt við vörur í öllum helstu flokkum hreinlætisvara, allt frá hreinsiefnum til hreinlætispappírs.

Í hreinsiefnunum eru það gólfsápa, baðherbergishreinsir, alhliða hreinsiefni og uppþvottalögur frá BUZIL WERK sem eru vottaðar með Evrópska umhverfisblóminu. Handsápa og aðrar vörur frá Pro Ren sem vottaðar eru með norræna umhverfismerkinu Svaninum. Hreinlætispappírinn kemur frá Ítalíu og er vottaður með Evrópska umhverfisblóminu og nú bjóðum við líka upp á plastpoka sem eyðast í náttúrunni.

Með þessu bjóðum við síðan mikið úrval af örtrfefja klútum, moppum og áhöldum frá nokkrum framleiðendum. Með þessu skrefi stígum við lengra en fyrr í að taka þátt í þörfu verkefni sem er að vernda umhverfið og aðstoða aðra til þess líka.

Vinsamlega Smelltu hér til að skoða yfirlitsblað um vörurnar.