Um okkur

Ræstivörur ehf. var stofnað í Reykjavík 1. apríl 1986 af Garðari Svavarssyni og Bryndísi Ragnarsdóttur og hefur fyrirtækið verið rekið sem fjölskyldufyrirtæki frá upphafi. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í hreinlætisvörum og tengdum vörum. Birgjar Ræstivara koma frá Evrópu og er markmið okkar að bjóða eingöngu gæða vöru á góðu verði. Ræstivörur hafa mikla reynslu í ráðgjöf á sviði ræstinga. Því sinnum við kennslu sem og að setja upp ræstingaáætlanir og t.d.búnað fyrir uppþvottavélar. Helstu viðskiptavinir Ræstivara eru Ræstingaverktakar, heilbrigðisstofnanir, skólar, íþróttamiðstöðvar, sundlaugar, fyrirtæki og stofnanir. Vörur Ræstivara er að einhverju leyti hægt að fá í verslunum.
Ræstivörur ehf. er staðsett að Tunguhálsi 10 í Reykjavík í um 750 fermetra húsnæði. Þar eru skrifstofur, sýningarsvæði/verslun, fundaraðstaða og lager.

Hjá Ræstivörum starfa 5 starfsmenn sem og sjálfstætt starfandi bílstjórar.