Fix töframassinn hefur slegið í gegn

Fix[1]Umhverfisvæni Fix Universal massinn hefur svo sannalega slegið í gegn. Eftir smá umfjöllun og kynningar hefur heimsóknum og fyrirspurnum ekki linnt. Eins og áður sagði þá er þessi hreingerningar massi umhverfisvænn, án skaðlegra efna, fer vel með húð og er mjög drjúgur. Hann hreinsar og verndar.

Hentar mjög vel fyrir stál, keramik, gler, messing, kopar, króm, ál, ofl. Þar af leiðandi er massinn mjög góður fyrir vaska, sturtubotna, blöndunartæki, eldhúsvaska, gler og margt fleira. Árangurinn skínandi hreinn flötur. Massin fæst í 650 og 900 gr. dósum og svampur fylgir með.